Biden kallar Trump loftslagsbrennuvarg

epa08662221 Former US Vice president and Democratic nominee for US president Joe Biden (C) speaks with United Airline pilots at the 19th anniversary commemoration ceremony of the 11 September 2001 terrorist attack on the World Trade Center in New York, USA, 11 September 2020.  EPA-EFE/PETER FOLEY
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata í Bandaríkjunum, segir loftslagsstefnu Bandaríkjaforseta beina ógn við landið. Hann beindi orðum sínum að ásökunum Donald Trump um að úthverfin yrðu í hættu ef Biden verður kjörinn í nóvember.

Biden sagði að gróðureldar væru raunveruleg ógn við úthverfin við vesturströnd Bandaríkjanna. „Ef Trump fær fjögur ár til viðbótar með loftslagsafneitun sína, hversu mörg úthverfi eiga þá eftir að verða gróðureldum að bráð?" spurði Biden. Þá sagði Biden að enginn ætti að verða hissa að sjá stærri hluta Bandaríkjanna brenna ef „loftslagsbrennuvargur" fær fjögur ár til viðbótar í Hvíta húsinu.

Ummæli fyrrverandi embættismanns í Hvíta húsinu um að forsetinn hafi viljað halda aftur af útgjöldum til Kaliforníu vegna gróðurelda vegna þess að hann hlaut ekki meirihluta atkvæða í ríkinu í síðustu kosningum varð einnig umtalsefni Bidens í gær. Hann sagði ekki skipta fellibyli neinu máli hvort ríki eru blá eða rauð sem þeir þjóta yfir. Eins láta gróðureldar sig engu varða hvernig fólk kaus. Áhrifa loftslagsbreytinga gæti þvert á pólítískar skoðanir.

Biden líkti viðbrögðum Trump við gróðureldunum við aðgerðir hans gegn kórónuveirufaraldrinum. „Þetta er önnur krísa sem hann ætlar ekki að taka neina ábyrgð á," saðgi Biden og sagði Bandaríkjamenn ekki óhulta undir stjórn Trumps.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi