Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Annar snarpur skjálfti fyrir norðan

15.09.2020 - 17:20
Mynd með færslu
 Mynd: Maarten Wijnants - Unsplash
Annar skjálfti varð á Norðurlandi um klukkan fimm í dag. Fyrstu mælingar Veðurstofunnar benda til þess að hann hafi verið 4 að stærð. Upptök hans er sögð hafa verið 6,9 km suðaustur af Flatey. Fyrr í dag varð snarpur skjálfti af stærðinni 4,6.

Jarðskjálftahrina hefur verið í gangi á Tjörnesbrotabeltinu um nokkurt skeið og sagði Einar Hjörleifsson, náttúruvásérfræðingur á Veðurstofu Íslands, að svo virtist sem virknin væri að færast nær Húsavík. Stóri skjálftinn í dag varð á Húsavíkur-Flateyjarmisgenginu.