Áforma að taka við flóttafólki frá Grikklandi

15.09.2020 - 09:09
epa08656247 German Chancellor Angela Merkel shares a talk with German Minister of interior Horst Seehofer during the German Cabinet meeting in Berlin, Germany, 09 September 2020.  EPA-EFE/Mika Schmidt / POOL Pool Photo
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Horst Seehofer innanríkisráðherra. Mynd: EPA-EFE - DDP POOL
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Horst Seehofer innanríkisráðherra hafa lagt til að Þjóðverjar taki við allt af fimmtán hundruð flóttamönnum sem dvalið hafa í búðum á grísku eyjunum.

Þýska fréttastofan dpa greindi frá þessu í morgun og hafði eftir embættismönnum að áformað væri að taka við barnafjölskyldum.

Unnið er að því að finna skjól fyrir fleiri en tólf þúsund flóttamenn og hælisleitendur eftir eldsvoðann sem lagði í rúst Moria-flóttamannabúðirnar á grísku eynni Lesbos í síðustu viku. Alls eru um 30.000 flóttamenn og hælisleitendur á eyjum við Grikkland.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi