Stjórn austurhluta Líbíu segir af sér

14.09.2020 - 04:36
epa07512404 People inspect the damage after overnight shelling on the southern district of Abu Salim, Tripoli, Libya, 17 April 2019. According to media reports, four people were killed and dozens injured in shelling in the Abu Salim district of Tripoli. Forces loyal to Commander of the Libyan National Army (LNA) Khalifa Haftar are engaged in a military operation since early April to take control of the Libyan capital Tripoli.  EPA-EFE/STRINGER
Mikið tjón hefur orðið í bardögum stríðandi fylkinga í Trípólí undanfarnar vikur. Mynd: EPA-EFE - EPA
Stjórnvöld í austanverðri Líbíu sá sig knúin til að segja af sér í gær eftir hörð mótmæli. Abdallah al-Thani, forsætisráðherra, tilkynnti forseta þingsins í austurhluta landsins afsögnina. Mótmælaaldan hófst á fimmtudag, eftir að almennir borgara höfðu fengið nóg af sífelldu rafmagnsleysi, lausafjárskorti og háu eldsneytisverði.

Kveikt var í stjórnarráðinu í Benghazi, sem og Al-Marj sem er eitt helsta vígi herforingjastjórnar Khalifa Haftar. Eins brutust út mótmæli í borgunum Sabha og Al-Bayda í suðurhluta landsins.

Algjör ringulreið hefur ríkt í stjórnkerfi Líbíu allt síðan Moammar Gaddafi var steypt af stóli í landinu. Höfuðborginni Tripoli og vesturhluta landsins er stýrt af ríkisstjórn sem nýtur alþjóðlegs stuðnings. Stjórnvöld á austanverðu landinu eiga í vök að verjast eftir rúmlega árs átök við heri Haftars. Þá hefur allt landið glímt við erfiða efnahagskrísu eftir að Haftar lokaði olíuvinnslustöðvar landsins af í janúar. Viðræður standa yfir um opnun þeirra að sögn Deutsche Welle.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi