Samfélagsmiðillinn Tiktok heldur sinn eigin tískumánuð

Mynd með færslu
 Mynd: Tískusýning - Google

Samfélagsmiðillinn Tiktok heldur sinn eigin tískumánuð

14.09.2020 - 13:33
Í september eru venjulega haldar tískuvikur víða um heim en vegna COVID-19 hafa þær verið blásnar af. Samfélagsmiðillinn Tiktok ætlar að bregðast við því með því að halda tískusýningu á miðlinum allan september. Þannig geta fleiri fylgst með því hvað er nýjast í tískuheiminum.

Fjölmiðillinn WWD greindi frá þessu 10. september. Meðal þeirra tískufyrirtækja sem taka þátt í tískumánuði Tiktok eru Yves Saint Laurent, Puma, Alice + Olivia og JW Anderson. 

Í samtali við WWD segir framkvæmdastjóri og listrænn stjórnandi Alice + Olivia að samfélagsmiðillinn Tiktok sé ótrúlegur og nýstárlegur vettvangur fyrir skapandi tjáningu sem sameinar heim tísku, tónlistar, lista og hönnunar. Hann segist ekki geta beðið eftir að sjá hvernig hönnun fyrirtækisins kemur út á sýningu Tiktok.

Auk tískusýningarinnar verður hægt að fá alls kyns tískuráð frá þekktum samfélagsmiðlastjörnum á Tiktok. Wisdom Kaye er einn af samfélagsmiðlastjörnunum sem gefa ráð um tískuna. Hann var valinn best klæddi strákurinn á Tiktok í Vogue fyrr í sumar. 

The way this song has been stuck in my head for days

Lets Link - WhoHeem

Áhorfendur eru hvattir til að nota myllumerkin #TikTokFashionMonth, #GetTheLook og #Fashion101 í þessum mánuði á Tiktok til að vera með. Tískumánuðinum lýkur með eftirpartýi á netinu.