Mistur gæti færst yfir landið frá eldum vestanhafs

14.09.2020 - 06:51
Mynd með færslu
 Mynd: Brynjólfur Þór Guðmundsson - RÚV
Mistur frá gróðureldum á vesturströnd Bandaríkjanna gæti færst yfir Ísland á miðvikudag eða fimmtudag. Mistrið náði til miðríkja Bandaríkjanna á laugardag og í Morgunblaðinu í morgun er haft eftir Elínu Björk Jónasdóttur, veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands, að búast megi við að það færist í átt að Íslandi með lægð á næstu dögum.

Elín Björk segir að mistur í þurru lofti geti haft áhrif á loftgæði en telur að mikil úrkoma fylgi lægðinni, sem dragi úr áhrifum á andrúmsloftið. Því sé ekki víst að við verðum vör við mistrið sem ryk en rykagnir gætu verið í úrkomunni. Þá segir hún ekki útilokað að mistur berist hingað aftur á næstu vikum þar sem gróðureldarnir eru viðvarandi. 

hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi