Kynna litakóða fyrir stöðu faraldursins hverju sinni

14.09.2020 - 17:39
Mynd: Almannavarnir / Almannavarnir
Taka á upp litakóða í upplýsingagjöf sem gefur stöðu kórónuveirufaraldursins til kynna hverju sinni, áþekkan því sem þekkist í veðurviðvörunum Veðurstofu. Stefnt er að því að kynna hann á fimmtudaginn.

Þetta kom fram á upplýsingafundi Almannavarna og Embættis landlæknis í dag. Þar sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn að þessi litakóði gæti átt við um einstaka landshluta eftir því hver staða faraldursins væri og að hann yrði í samræmi við það sem almenningur þekkir varðandi veður: gular, appelsínugular og rauðar viðvaranir.

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir að þetta kerfi muni hjálpa fólki að átta sig.

„Á sama tíma höfum við verið að vinna að leiðbeiningum sem snúa að því hvernig einstaklingar geta framkvæmt sitt eigið áhættumat. Og svo mun þetta kerfi nýtast fyrirtækjum og stofnunum þar sem upp koma smit. Þannig að það hjálpar okkur öllum betur til að skilgreina betur hvernig okkar hegðun gagnvart öðru fólki verður miðað við ástandið hverju sinni,“ sagði Víðir á upplýsingafundi almannavarna í dag.

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi