Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Hægt að stytta sóttkví frá og með deginum í dag

14.09.2020 - 13:58
Mynd með færslu
 Mynd: Shutterstock
Frá og með deginum í dag gefst fólki, sem hefur þurft að fara í sóttkví vegna nándar við smit, kostur á að stytta hana með því að fara í sýnatöku eftir sjö daga. Greinist ekki smit, losnar viðkomandi úr sóttkví. Þessi seinni sýnataka er fólki að kostnaðarlausu.

Þessi breyting er samkvæmt tillögu Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis síðan í síðustu viku, en þá sendi hann heilbrigiðsráðherra minnisblað þessa efnis. Frá upphafi faraldursins hefur fólki í sóttkví verið gert að vera í henni í 14 daga samkvæmt leiðbeiningum frá sóttvarnalækni. 

Á vef Embættis landlæknis eru leiðbeiningar til fólks í sóttkví og þar segir að ekki sé hægt að mæta í seinni sýnatökuna fyrr en að minnsta kosti sjö dagar séu liðnir af sóttkví. 

Þangað til niðurstaða er ljós þarf viðkomandi að fylgja reglum um sóttkví.