Stjarnan í annað sætið eftir dramatískan sigur á KR

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Stjarnan í annað sætið eftir dramatískan sigur á KR

13.09.2020 - 16:05
Stjarnan tyllti sér í annað sæti Pepsi Max deildar karla í fótbolta með 1-2 sigri á KR á Meistaravöllum í dag. Mikil dramatík var á lokamínútunum.

Staðan var markalaus í leikhléi en á 63. mínútu dró til tíðinda. Stefán Árni Geirsson átti þá sendingu fyrir, þar sem Kristján Flóki Finnbogason var og setti boltann í netið. Fjórða mark Kristjáns Flóka á leiktíðinni og staðan orðin 1-0.

Á 85. mínútu kom fyrirgjöf fyrir mark KR-inga , þar sem Guðjón Baldvinsson var og skallaði boltann fyrir markið.  Þar var Daníel Laxdal og potaði boltanum í markið og staðan orðin jöfn 1-1.

Á 89. mínútu átti Óli Valur Ómarsson svo fyrirgjöf fyrir markið þar sem Guðjón Baldvinsson var og skallaði boltann í netið og Stjörnumenn komnir yfir í blálokin. 2-1. KR-ingurinn Arnþór Ingi Kristinsson fékk svo að líta rauða spjaldið stuttu síðar fyrir groddaralega tæklingu.

En fleiri urðu mörkin ekki og með sigrinum fara Stjörnumenn upp í annað sætið, með 24 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Vals.