Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Stefna á bóluefni fyrir lok árs eða í byrjun næsta

13.09.2020 - 08:45
epa08612065 A general view of an analytical chemist at AstraZeneca?s headquarters in Sydney, Australia, 19 August 2020. Australian Prime Minister Scott Morrison announced Australians will be among the first in the world to receive a COVID-19 vaccine, if it proves successful, through an agreement between the government and UK-based drug company AstraZeneca.  EPA-EFE/DAN HIMBRECHTS  AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
 Mynd: EPA
Lyfjafyrirtækið AstraZenica vonast til að bóluefni þess gegn COVID-19 verði tilbúið fyrir lok þessa árs eða í byrjun næsta árs. Níu fyrirtæki eru langt komin í þróun á bóluefni.

AstraZenica fékk í gær leyfi til að halda áfram tilraunum sínum með bóluefnið eftir að hafa frestað þeim vegna óútskýrðra veikinda eins sjálfboðaliðanna fyrr í sömu viku. Þetta er bóluefnið sem Evrópusambandið hefur gert samning um kaup á og sænsk stjórnvöld ætla að hafa milligöngu um sölu á til Íslands og Noregs.

AstraZenica vinnur að gerð bóluefnisins með Oxford háskóla. Háskólinn segir í tilkynningu að viðbúið sé í stórum lyfjatilraunum eins og þessari að einhverjir þátttakendur veikist og að hvert tilfelli sé metið vandlega.

Fjöldi þeirra sem látið hafa lífið af völdum COVID-19 hefur nú náð 916 þúsund um heim allan.