Mynd: EPA-EFE - EPA

Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.
Segjast hafa náð kjöri til héraðstjórna í Síberíu
13.09.2020 - 20:59
Samherjar stjórnarandstæðingsins Alexei Navalny fullyrða að þeim hafi tekist að tryggja sér sæti í héraðsstjórn Síberíu.
Í dag voru kosnir fulltrúar á héraðsþing í fjörutíu og einu af 85 héruðum Rússlands. Óháðir eftirlitsmenn telja sig hafa orðið vara við talsvert misferli í kosningunum.
Ksenia Fadeyeva, einn helsti bandamaður Navalnys í Tomsk, kveðst hafa náð kjöri í héraðsstjórn ásamt öðrum liðsmanni hans. Sergei Boiko annar úr hópi Navalnys var kosinn í héraðsstjórn í Novosibirisk.
Hann var frambjóðandi kosningabandalags gegn stjórnarflokknum Sameinuðu Rússlandi og Kommúnistaflokknum.
AFP fréttastofan hefur eftir kjósendum að þeir hafi ekki hugmynd um hvort málum verði betur háttað með því að kjósa fulltrúa stjórnarandstöðuflokka en það sé tilraunarinnar virði.