Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Segjast hafa náð kjöri til héraðstjórna í Síberíu

13.09.2020 - 20:59
epa08665821 A voter examines list of candidates at a polling station during Moscow municipal elections at the Single Voting Day in Moscow, Russia, 13 September 2020.   In the year of 2020 the Single Voting Day in Russia is set on 13 September. On this day 83 constituent entities of the Russian Federation will hold election campaigns at various levels, from elections of senior officials of Russian subjects to elections to local governments of municipal districts, urban and rural settlements. In Moscow by-elections to the Deputies Councils of two municipal districts are held.  EPA-EFE/SERGEI ILNITSKY
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Samherjar stjórnarandstæðingsins Alexei Navalny fullyrða að þeim hafi tekist að tryggja sér sæti í héraðsstjórn Síberíu.

Í dag voru kosnir fulltrúar á héraðsþing í fjörutíu og einu af 85 héruðum Rússlands. Óháðir eftirlitsmenn telja sig hafa orðið vara við talsvert misferli í kosningunum.

Ksenia Fadeyeva, einn helsti bandamaður Navalnys í Tomsk, kveðst hafa náð kjöri í héraðsstjórn ásamt öðrum liðsmanni hans. Sergei Boiko annar úr hópi Navalnys var kosinn í héraðsstjórn í Novosibirisk.

Hann var frambjóðandi kosningabandalags gegn stjórnarflokknum Sameinuðu Rússlandi og Kommúnistaflokknum.

AFP fréttastofan hefur eftir kjósendum að þeir hafi ekki hugmynd um hvort málum verði betur háttað með því að kjósa fulltrúa stjórnarandstöðuflokka en það sé tilraunarinnar virði.