Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Húsleitir hjá aðstoðarmönnum forseta Perú

13.09.2020 - 05:40
epa08660271 A handout photo made available by Peru's Presidency shows the President of Peru Martin Vizcarra (C) speaking during an address to the Nation, at the Government Palace, in Lima, Peru, 10 September 2020.  EPA-EFE/Andina Peru's Presidency HANDOUT EDITORIAL USE ONLY NO SALES HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - Peru's Presidency Andina EFE
Lögreglan í Perú leitaði sönnunargagna á heimilum embættismanna í tengslum við rannsókn á forsetanum Martin Vizcarra. Þingmenn í Perú samþykktu á föstudag að ákæra forestann vegna gruns um að hann hafi hindrað framgang rannsóknar á spillingu embættismanna.

Málið snýst um umdeilda ráðningu manns í stöðu ráðgjafa hjá menningarmálaráðuneytinu. Vizcarra heyrist á hljóðupptöku biðja ráðgjafa sína um að þegja yfir samningsatriðum ráðningarinnar.

Ríkisstjórn Vizcarra sakar þingforsetann Manuel Merino um að vera að skipuleggja valdarán í samstarfi við herinn. Merino yrði starfandi forseti ef Vizcarra verður dæmdur sekur. Merino sakaði ríkisstjórnina á móti um að reyna að rugla þjóðina í ríminu með samsæriskenningum sínum.

Lögregla leitaði á heimilum tveggja aðstoðarmanna forsetans. Þeir voru báðir á staðnum þegar Vizcarra bað ráðgjafa sína um að hafa hljótt um ráðningu ráðgjafans í menningarmálaráðuneytinu. 

Sjálfur segist Vizcarra ekkert hafa gert rangt og ákæran gegn honum væri aðför að lýðræðinu í Perú.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV