Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Hertar reglur en fjöldi smita nær óbreyttur í Danmörku

13.09.2020 - 17:14
epa06524019 Children near Amalienborg Palace in Copenhagen, Denmark, 14 February 2018. According to media reports on 14 February 2018, Prince Henrik of Denmark has died at the age of 83. In 2017 He was diagnosed with dementia and was recently hospitalized after falling ill in Egypt. He returned to Denmark for a stay in the Rigshospitale in Copenhagen, and during a series of examinations a benign tumor was discovered on his left lung. His condition worsened and, according to media reports, he passed away in his sleep at Fredensborg Palace on the evening of 13 February 2018. Prince Henrik is survived by his wife, two sons and eight grandchildren.  EPA-EFE/MADS CLAUS RASMUSSSEN DENMARK OUT
 Mynd: epa
Ekki er útilokað að næturlífið í Danmörku þurfi að þola frekari takmarkanir ef ekki dregur úr útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi.

Þetta er mat Flemmings Konradsen prófessors í lýðheilsufræðum við Háskólann í Kaupmannahöfn.

Í samtali við DR segir hann að slíkar takmarkanir þurfi að haldast í hendur við reglur um mannsafnað í almenningsgörðum og heimahúsum því ljóst sé að fólk vilji fara milli staða.

Átján sveitarfélög, þar á meðal Kaupmannahöfn og Óðinsvé, hafa búið við 50 manna samkomutakmarkanir í viku. Börum og veitingahúsum ber að loka á miðnætti.

Nýgengi smita í landinu stendur nánast í stað undanfarna daga en sérfræðingar benda á að liðið geti allt að tíu dagar þar til áhrifa hertra aðgerða fer að gæta.

https://www.dr.dk/nyheder/indland/professor-strammere-regler-nattelivet-kan-vaere-loesningen-men-det-kan-ikke-staaKonradsen segir að ríkisstjórninni, bæjaryfirvöldum og fjölmiðlum beri rík skylda til að koma réttum og nákvæmum upplýsingum til almennings um hvernig haga skuli sér í faraldrinum.