Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Fimmtíu taldir af í námuslysinu í Kongó

13.09.2020 - 21:55
Erlent · Afríka · Banaslys · gullnámur · Kongó
epa01947501 In this file 18 June 2009 file photo taken in Chudja, Ituri Province in the east of the Democratric Republic of the Congo (DRC) a Congolese artisin mine worker carries gold rich earth out of pit for water processing.  An official report by the
 Mynd: epa
Björgunarsveitir fundu í dag lík námumanna sem fórust í námuslysi í austurhluta lýðveldisins Kongó á föstudag. Alls hafa átján lík verið flutt til námubæjarins Kamituga í grennd við gullnámuna, sem er óskráð.

Héraðsstjórinn í Suður Kivu fullyrðir að fimmtíu námumenn hafi látið lífið þegar náman féll saman í kjölfar úrhellisrigningar.

Alexandre Bundya borgarstjóri Kamituga segir nítján fjölskyldur vera að leita horfinna ástvina en hann viti ekki hve margir hafi unnið í námunni. Í fyrstu notuðust björgunarmenn við skóflur og jafnvel hendurnar einar við moksturinn en í dag bættist þeim liðsafli skurðgröfu til verksins.

Að sögn AFP fréttastofunnar hætti kanadíska fyrirtækið Banro vinnslu í námunni í september á síðasta ári. Mennirnir sem í námunni unnu voru því þar á eigin vegum.

Þeir höfðu lifibrauð sitt af því að grafa eftir gulli sem þeir seldu kaupmönnum á svæðinu sem komu því svo áfram í hendur stórra erlendra fyrirtækja. Slys af þessu tagi í Kongó eru tíð og iðulega banvæn.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV