Einn fluttur með þyrlu eftir bílslys á Snæfellsnesi

13.09.2020 - 15:31
Mynd með færslu
Myndin er ekki af slysstað í dag. Mynd: Landhelgisgæslan
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á þriðja tímanum í dag vegna bílslyss á Snæfellsnesi. Samkvæmt upplýsingum frá Gæslunni er þyrlan nú á leið til baka með einn einstakling meðferðis sem fluttur verður á Landspítalann.

Vegagerðin greinir frá því að Útnesvegur við Saxhóla sé nú lokaður vegna slyssins, en hjáleið er um Fróðárheiði.

Ekki hafa fengist frekari upplýsingar um umfang slyssins.

andriyv's picture
Andri Yrkill Valsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi