
Mótmælin urðu hörð á tímabili svo kalla þurfti út óeirðarlögreglu, en alls voru um 250 manns sem komu saman. Yfirvöld segja tilefnið vera samsæriskenningar sem settar eru fram á samfélagsmiðlum sem eru á móti aðgerðum til þess að hefta útbreiðslu faraldursins. Mótmælendur vilja að útgöngubanni verði aflétt.
Auk þeirra rúmlega 70 sem voru handtekin eiga um 175 manns von á sekt. Mótmælendur hafa víða safnast saman í Ástralíu að undanförnu og krafist meira frelsis. Því er haldið fram að yfirvöld séu að gera allt of mikið úr heimsfaraldrinum, sem hefur orðið meira en 900 þúsund manns að bana í heiminum.
„Enginn hefur gaman af þessum raunveruleika sem við búum nú við, en við eigum heldur ekki efni á að hafna þessum raunveruleika sem við búum við. Við getum ekki opnað allt núna og haldið því opnu. Það væri ekki óhætt,“ segir Daniel Andrews, ríkisstjóri í Viktoríu-fylki.
Nærri 27 þúsund tilfelli veirunnar hafa greinst í Ástralíu og dauðsföll eru 810, en um 25 milljónir búa í landinu.