Besti árangur Íslands á EM

Mynd með færslu
 Mynd: GB - GSÍ

Besti árangur Íslands á EM

13.09.2020 - 10:21
Kvennalandslið Íslands í golfi endaði í 8. sæti á Evrópumóti áhugakylfinga sem lauk í Svíþjóð í gær. Þetta er besti árangur Íslands frá upphafi á EM en til þessa hafði Ísland best náð 15. sæti. Karlalandsliðið endaði í 9. sæti á EM í Hollandi og tryggði sér með öruggum hætti keppnisrétt í A-deild.

Íslenska kvennaliðið er skipað fjórum kylfingum. Þær eru Heiðrún Anna Hlynsdóttir, Saga Traustadóttir, Andrea Bergsdóttir og Hulda Clara Gestsdóttir. Fjöldi liða á EM að þessu sinni eru 12 þjóðir en að öllu jöfnu eru um 20 þjóðir sem taka þátt.

Nánar er fjallað um mótið á heimasíðu golfsambands Íslands.

Lokastaðan: 
1. Svíþjóð 
2. Þýskaland 
3. Danmörk 
4. Sviss 
5. Ítalía 
6. Frakkland 
7. Spánn 
8. Ísland 
9. Tékkland 
10. Holland 
11. Belgía 
12. Slóvakía

Karlalandslið Íslands upp í A-deild

Karlalandslið Íslands varð svo í 9. sæti af 12 þjóðum á Evrópumóti áhugakylfinga sem fram fór í Hollandi. Ísland lagði Belgíu í leiknum um 9. sætið og tryggði sér keppnisrétt í A-deild á næsta EM.

Íslenska liðið er skipað eftirfarandir leikmönnum: Kristófer Karl Karlsson, Hákon Örn Magnússon, Aron Snær Júlíusson, Dagbjartur Sigurbrandssson.

Nánar er fjallað um mótið á heimasíðu golfsambands Íslands.

Lokastaðan
1. Þýskaland
2. Svíþjóð 
3. Sviss 
4. Ítalía 
5. Holland 
6. Austurríki 
7. Frakkland 
8. Danmörk
9. Ísland 
10. Belgía 
11. Eistland 
12. Tékkland 
13. Slóvakía 
14. Slóvenía