Aftaka glímukappa fordæmd

13.09.2020 - 06:29
epa08663861 A supporter of the National Council of Resistance Iran (NWRI) and the Iranian Exile Society in Berlin holds a placard with the picture of Iranian wrestler Navid Afkari, while protesting against his execution at the Iranian embassy in Berlin, Germany, 12 September 2020. In Iran, the death sentence against Navid Afkari has apparently been carried out. According to the state news agency Ilna, the 27-year-old Afkari was executed in Adel-Abad prison in the southern Iranian city of Shiraz. The local judicial authority confirmed the execution, it is said. According to the Iranian judicial authorities, Afkari was accused of killing a security officer in a demonstration in Shiraz in 2018. Media report, according to the athlete's own statements, as well as statements by his family and human rights organizations, Afkari's confession was obtained through torture.  EPA-EFE/ALEXANDER BECHER
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Glímumeistarinn Navid Afkari var tekinn af lífi í Íran í gær. Hann var dæmdur fyrir morð á öryggisverði í mótmælum gegn stjórnvöldum árið 2018. Hinn 27 ára Afkari var drepinn í gærmorgun í samráði við fjölskyldu fórnarlambsins að sögn íranskra fjölmiðla.

Mál Afkari hefur vakið mikla reiði. Alþjóðasamtök íþróttamanna, WPA, kölluðu meðal annars eftir því að Íran yrði úthýst úr öllum alþjóðlegum íþróttaviðburðum ef aftakan yrði framkvæmd. Samtökin eru stærstu hagsmunasamtök íþróttamanna í heiminum, og inniheldur meðal annars allar stóru atvinnumannadeildirnar í Bandaríkjunum auk leikmannasamtaka alþjóðaknattspyrnusambandsins. Í yfirlýsingu WPA eftir að fregnir bárust af aftökunni segir að þau ætli að halda baráttu sinni fyrir réttindum íþróttamanna áfram og tryggja að þeir sem brjóti á mannréttindum þeirra verði látnir sæta ábyrgð.

Auk alþjóðasamtaka íþróttamanna gaf alþjóðaólympíunefndin út yfirlýsingu um að lífi Afkari skyldi þyrmt. 

Afkari var handtekinn ásamt bróður sínum, Vahid Afkari, í september árið 2018. Þeir voru sakaðir um að hafa stungið öryggisvörð til bana á mótmælum í Shiraz mánuði áður. Þeir voru meðal annars ákærðir fyrir morð og stríðsyfirlýsingu gegn ríkinu. Navid Afkari var dæmdur til dauða, en bróðir hans fékk 54 ára fangelsisdóm fyrir sinn þátt.

Afkari lagði fram kvörtun til íranska dómsmálaráðuneytisins í september í fyrra. Þar sagðist hann hafa verið pyntaður til þess að játa sök. Hann sagði sannanirnar liggja fyrir ef dómstólar væru tilbúnir að rannsaka málið. Engar sannanir séu fyrir sekt hans aðrar en játningin.

Upptaka af játningu hans var birt í fjölmiðlum í síðustu viku eftir Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um mál hans á Twitter.

Dómsmálaráðuneytið hafnar því að hann hafi verið pyntaður. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fordæmdi aftökuna í gær. Hann skrifaði á Twitter að þetta væri grimmdarleg aðgerð og svívirðileg árás á mannvirðingu, jafnvel á ömurlega mælikvarða íranska ríkisins.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi