Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Afgönsk stjórnvöld hóflega bjartsýn

13.09.2020 - 18:18
epa08661730 A handout photo made available by Afghanistan State Ministry for Peace shows Afghanistan's Peace Negotiation team pray as they leaves Kabul for the opening ceremony of Intra-Afghan Peace Negotiations that are to be held in Doha, Qatar, at Kabul airport, Afghanistan, 11 September 2020. The United States, Taliban and Afghanistan government delegations officially will start the intra-Afghan negotiations on 12 September 2020.  EPA-EFE/AFGHANISTAN STATE MINISTRY FOR PEACE HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
Afganska sendinefndin baðst fyrir áður en hún hélt til Doha í Katar í dag. Mynd: EPA-EFE - Friðarnefnd afgönsku stjórnar
Samningamenn afganskra stjórnvalda virtust í dag hóflega bjartsýnir um lausn erfiðra ágreiningsmála í friðarviðræðum við Talíbana. Friðarviðræðurnar hófust í Doha í Katar í gær.

Abdullah Abdullah, aðalsamningamaður stjórnvalda, bjóst við að Talíbanar biðu upp á vopnahlé í skiptum fyrir lausn fleiri fanga úr þeirra röðum.

Hann segir aðalmarkmiðið vera varanlegt vopnahlé um allt land en leiðin þangað sé mörkuð nokkrum mikilvægum áföngum, sem Talíbönum beri að taka þátt í.

Talíbanar telja að láti þeir af árásum sínum geri það samningsstöðu þeirra erfiðari. Á meðan viðræðurnar fóru fram í dag féll á annan tug í atlögum þeirra víðsvegar um landið.

Abdullah segir það viðhorf Talíbana byggja á hreinum misskilningi af þeirra hálfu. Friðarviðræðurnar geti orðið flóknar og vandasamar enda falla tugir í átökum í Afghanistan á hverjum degi. Efnahagur landsins er í rúst og fjöldi fólks hefur orðið fátækt að bráð.