Thiem og Zverev í úrslit á opna bandaríska

epa08662889 Dominic Thiem of Austria hits a return to Daniil Medvedev of Russia during their Men's Semifinal match on the twelfth day of the US Open Tennis Championships the USTA National Tennis Center in Flushing Meadows, New York, USA, 11 September 2020. Due to the coronavirus pandemic, the US Open is being played without fans and runs from 31 August through 13 September.  EPA-EFE/JASON SZENES
 Mynd: EPA

Thiem og Zverev í úrslit á opna bandaríska

12.09.2020 - 10:05
Það verða Austuríkismaðurinn Dominic Thiem og Þjóðverjinn Alexander Zverev sem leika til úrslita í einliðaleik karla á opna bandaríska mótinu í tennis. Hvorugur þeirra hefur unnið risamót áður.

 

Thiem sem er 27 ára lagði Rússann Daniil Medvedev í undanúrslitaleik sem varði í tvær klukkustundir og 56 mínútur. Thiem sigraði í þremur settum en upphækkun þurfti í síðustu tveimur, 6-2, 7-6 (9/7) og 7-6 (7/5). Þó Theim hafi aldrei sigrað á risamóti er þetta í fjórða sinn sem hann kemst í úrslit á slíku og það á öðru risamótinu í röð en hann tapaði fyrir Serbanum Novak Djokovic á opna ástralska í febrúar.

Þjóðverjinn Alexander Zverev komst í úrslit með því að leggja Spánverjann Pablo Carreno Busta í fimm setta leik í undanúrslitunum sem tók þrjár klukkustundir og 23 mínútur. Zverev tapaði fyrstu tveimur settunum, 3-6 og 2-6 en vann næstu þrjú, 6-3, 6-4 og 6-3. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi 23 ára Þjóðverji kemst í úrslit á risamóti.

Naomi Osaka frá Japan og Victoria Azarenka, frá Hvíta-Rússlandi, mætast í úrslitum í einliðaleik kvenna.

 

Tengdar fréttir

Tennis

Williams missir af tækifæri á 24. risatitlinum