Osaka vann opna bandaríska meistaramótið

epa08665473 Naomi Osaka of Japan celebrates with the Championship Trophy after defeating Victoria Azarenka to win the Women's Final match on the thirteenth day of the US Open Tennis Championships the USTA National Tennis Center in Flushing Meadows, New York, USA, 12 September 2020. Due to the coronavirus pandemic, the US Open is being played without fans and runs from 31 August through 13 September.  EPA-EFE/JASON SZENES
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Osaka vann opna bandaríska meistaramótið

12.09.2020 - 22:30
Naomi Osaka frá Japan vann í kvöld opna bandaríska meistaramótið í Tennis. Hún atti þar kappi við Victoriu Azarenka frá Hvíta-Rússlandi.

Azarenka byrjaði betur og vann fyrsta settið 6-1. Osaka svaraði fyrir sig og vann næstu tvö sett 6-3, og leikinn þar með 2-1. Þetta er þriðji risatitill Osaka sem situr í fjórða sæti heimslistans.

Sú japanska er aðeins 22 ára og var í upphafi árs orðin hæst launaða íþróttakona heims. Fyrir sigurinn fær hún þrjár milljónir dollara sem samsvarar rúmum fjögur hundruð milljónum íslenskra króna.

Austuríkismaðurinn Dominic Thiem og Þjóðverjinn Alexander Zverev leika til úrslita í einliðaleik karla í kvöld.

Tengdar fréttir

Tennis

Thiem og Zverev í úrslit á opna bandaríska