Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Kirkjuþing biðst afsökunar á Jesúmynd

12.09.2020 - 21:06
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV/Þjóðkirkjan
Sextugasta kirkjuþing Þjóðkirkjunnar sendi í kvöld frá sér stutta yfirlýsingu þess efnis að því þyki afar miður að umdeild mynd af Jesú Kristi hafi sært fólk. Ætlunin hafi verið sú að undirstrika fjölbreytileikann en hvorki að særa fólk né ofbjóða.

Mynd sem fylgdi auglýsingu um sunnudagaskóla kirkjunnar og á að sýna Jesú kampakátan með sítt hár, brjóst og andlitsfarða hefur vakið blendin viðbrögð. 

Pétur G. Markan, samskiptastjóri kirkjunnar sagði fyrr í vikunni að með mynbirtingunni hefði átt að sýna að kirkjan fagnaði fjölbreytileikanum.

Séra Grétar Halldór Gunnarsson, prestur í Grafarvogi, sagði í Vikulokunum á Rás eitt í morgun að um skringilegan kokkteil hefði verið að ræða. Hann hefði einfaldlega verið mistök og farið öfugt ofan í marga. 

Auglýsingin hefur nú verið fjarlægð af vef og Facebook síðu kirkjunnar.