Tengilið Giuliani í Úkraínu refsað í Bandaríkjunum

epa07883526 (FILE) - Former New York City Mayor Rudy Giuliani (L) poses with US President Donald J. Trump at the clubhouse of Trump International Golf Club, in Bedminster Township, New Jersey, USA, 20 November 2016 (reissued 30 September 2019). The House Committees of Foreign Affairs, Oversight, and Intelligence issued a subpoena for Rudy Giuliani, President Trump's personal lawyers, demanding that he produce communications and records related to Ukraine in connection with the impeachment inquiry.  EPA-EFE/PETER FOLEY  ALTERNATIVE CROP
Rudolph Giuliani og Donald Trump. Mynd: EPA-EFE - EPA
Bandaríska fjármálaráðuneytið ákvað að beita úkraínska stjórnmálamanninum Andrii Derkach refsingum vegja tilrauna til þess að tilrauna hans til að hafa afskipti af bandarísku forsetakosningunum. Í yfirlýsingu ráðuneytisins segir að hann eigi í nánu sambandi við rússnesku leyniþjónustuna og hafi verið njósnari fyrir Rússa í yfir áratug. 

Þekkt leyniþjónustutengsl

Derkach var meðal þeirra sem Rudy Giuliani, lögmaður Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, leitaði til í Úkraínu til þess að finna eitthvað sem hægt væri að nota gegn Joe Biden, andstæðingi Trumps í forsetakosningunum í nóvember. Tengsl Derkach við leyniþjónustuna í heimalandinu og Rússlandi eru vel þekkt. Faðir hans var yfirmaður leyniþjónustu Úkraínu, og sjálfur sótti Derkach námskeið til leyniþjónustu öryggismálaráðuneytis Rússlands áður en hann gekk sjálfur til liðs við leyniþjónustuna í Úkraínu. 

Giuliani sagði í viðtali við Wall Street Journal í gær að Derkach hann hafi ekki fengið neinar upplýsingar frá Derkach sem hann hafði ekki þegar aflað sér.

Boðar uppljóstranir í næstu viku

Derkach er nú þingmaður í heimalandinu. Hann hefur tekið virkan þátt í að aðstoða Repúblikana við að koma óorði á Biden. Derkach skrifaði á Facebook í gær að refsingar fjármálaláðuneytisins væru hefnd af hálfu Bidens og bandamanna hans. Hann kveðst ætla að halda blaðamannafund í næstu viku með „nýjum, hneykslanlegum staðreyndum" um spillingu Demókrata í Bandaríkjunum.

Trump var ákærður af fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir að krefjast aðstoðar úkraínskra stjórnvalda til að finna höggstað á Biden. Derkach færði Giuliani og stuðningsmönnum Trumps á Bandaríkjaþingi gögn sem áttu að innihalda óþægilegar upplýsingar fyrir Biden.

Birti símtöl Biden og Porosjenko

Í vor birti Derkach sundurklipptar upptökur símtala á milli Biden og Petro Porosjenko, fyrrverandi forseta Úkraínu. Upptökurnar voru frá árinu 2016, þegar Biden var varaforseti Bandaríkjanna. Þar ræða þeir stefnu Bandaríkjanna varðandi Úkraínu og óskir Bandaríkjastjórnar um að úkraínska stjórnin losi sig við spillta embættismenn. Engar sannanir voru þar um glæpsamlegt athæfi Bidens, en þingmenn Repúblikana veifuðu upptökunum sem sönnunum fyrir því að Biden hafi hylmt yfir viðskiptatengsl sonar síns í Úkraínu.

Derkach var sérstaklega nefndur í viðvörun skrifstofu yfirmanns leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna í ágúst. Þar var varað við afskiptum Rússa af forsetakosningunum. Auk Derkach voru þrír Rússar beittir refsingum vegna tengsla þeirra við nettröllabúið Netrannsóknarstofnunina í St. Pétursborg. Stofnunin sú hefur beitt áhrifum sínum í kosningum í Bandaríkjunum og víðar í heimnum allt frá árinu 2016.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi