Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Sex úr færeyskri flugáhöfn í sóttkví

11.09.2020 - 22:54
Mynd með færslu
 Mynd: Wikimedia Commons
Sex úr áhöfn þotu færeyska flugfélagsins Atlantic Airways hafa þurft að sæta sóttkví frá því á fimmtudagskvöld eftir að einn greindist með kórónuveirusmit.

Talið er að viðkomandi hafi smitast á ferð í Danmörku. Jóhanna á Bergi, framkvæmdastjóri flugfélagsins segir farþega ekkert þurfa að óttast, að allra varúðarráðstafana hafi verið gætt og leitað hafi verið ráða hjá landlæknisembætti eyjanna.

Flugáætlun mun ekki raskast vegna smitsins.