Sex úr færeyskri flugáhöfn í sóttkví

11.09.2020 - 22:54
Mynd með færslu
 Mynd: Wikimedia Commons
Sex úr áhöfn þotu færeyska flugfélagsins Atlantic Airways hafa þurft að sæta sóttkví frá því á fimmtudagskvöld eftir að einn greindist með kórónuveirusmit.

Talið er að viðkomandi hafi smitast á ferð í Danmörku. Jóhanna á Bergi, framkvæmdastjóri flugfélagsins segir farþega ekkert þurfa að óttast, að allra varúðarráðstafana hafi verið gætt og leitað hafi verið ráða hjá landlæknisembætti eyjanna.

Flugáætlun mun ekki raskast vegna smitsins.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi