Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Barn lést af völdum skotsárs í Garðabæ

Mynd með færslu
 Mynd: Mohammad reza Fathian - Pexels
Ellefu ára drengur lést af völdum skotsárs í heimahúsi í Garðabæ á þriðjudaginn. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var lögregla kölluð að húsinu þar sem drengurinn fannst látinn.

Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að málið sé til rannsóknar. Hann vill ekki tjá sig um það að öðru leyti. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er málið ekki rannsakað sem sakamál.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins eftir hádegi í dag. Hún er svohljóðandi:

„Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum um andlát barns í Garðabæ á þriðjudag þá vill Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu koma því á framfæri að um er að ræða mikinn harmleik, en ekkert bendir til þess að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað.

Lögreglan mun ekki veita frekari upplýsingar um málið og biður jafnframt fjölmiðla um að veita aðstandendum svigrúm til að syrgja á þessum erfiðum tímum.“

johann's picture
Jóhann Bjarni Kolbeinsson
Fréttastofa RÚV