Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

ASÍ og SA meta hvort kjarasamningar hafi staðist

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Markmið lífskjarasamninganna, sem gerðir voru í apríl og maí 2019, um kaupmáttaraukningu og vaxtalækkun hafa náðst. Þetta er meðal þess sem kemur fram í föstudagspistli Drífu Snædal forseta ASÍ í dag.

Forsendunefnd Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins hittist á fundi í vikunni. Hlutverk hennar er að meta hvort forsendur kjarasamninga hafi staðist.

Til stendur að niðurstaða liggi fyrir í lok mánaðarins. Drífa Snædal segir að megnið af loforðum tengdum yfirlýsingu stjórnvalda um aðgerðir til að bæta kjör fólks á húsnæðismarkaði, skattalækkanir, skref til afnáms verðtryggingar og lengingu fæðingarorlofs hafi staðist. Þó hafi ekki tekist að halda allar tímaáætlanir.

Miðstjórn ASÍ hefur boðað til formannafundar 22. september til að gefa almennum félögum kost á að ræða endurskoðunarákvæði samninganna. Félagsmenn í 47 aðildarfélögum ASÍ eru hátt í 140 þúsund.