Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Al-Kaída hafa í hótunum við Charlie Hebdo á ný

11.09.2020 - 19:22
epa08640729 A woman looks at a paintings depicting Charlie Hebdo's killed cartoonists by French street artist Christian Guemy, outside the satirical 
newspaper Charlie Hebdo's former office, in Paris, France, 02 September 2020. The Charlie Hebdo terror attack trial will be held from 02 September to 10 November 2020. The Charlie Hebdo terrorist attacks in Paris happened on 07 January 2015, with the storming of armed Islamist extremists of the satirical newspaper, starting three days of terror in the French capital.  EPA-EFE/Mohammed Badra
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Al-Kaída-hryðjuverkanetið hótar ritstjórn franska skopmyndablaðsins Charlie Hebdo að láta aftur til skarar skríða gegn starfsfólki þess líkt og gert var árið 2015.

Ástæðan er ákvörðun ritstjórnarinnar að birta að nýju skopmyndirnar umdeildu sem urðu kveikja árásar á ritstjórn blaðsins í janúar fyrir fimm árum.

Charlie Hebdo birti myndirnar fyrr í september, við upphaf réttarhalda yfir fjórtán mönnum sem grunaðir eru um aðild að árásinni. Laurent Sourisseau ritstjóri blaðsins, sem særðist alvarlega í árásinni, segist ekki iðrast þess að hafa birt myndirnar á sínum tíma.

Á hinn bóginn, segir Sourisseau leitt hve ófúst fólk sé til að verja frelsið. Einnig segir hann ritið hafa þurft að birta myndirnar að nýju, annað hefði falið í sér viðurkenningu á að rangt hafi verið að birta þær upphaflega.

Hótanirnar birtust í enskri sérútgáfu tímarits Al-Kaída One Ummah gefið út til að minnast hryðjuverkaárásanna á New York árið 2001. Stjórnvöld í Íran, Pakistan og Tyrklandi hafa sömuleiðis fordæmt endurbirtinguna.

Tólf voru myrt í árásinni á skrifstofur Charlie Hebdo, þar á meðal nokkrir af virtustu teiknurum Frakklands.