Norðmönnum gengur illa að vera í sóttkví og einangrun

epa08559826 Norway's Prime Minister Erna Solberg speaks during the commemoration ceremony for the victims of the 22 July terrorist attacks in Oslo, Norway, 22 July 2020. 9 years ago on 22 July 2011, 77 people were killed by an act of terrorism, 8 in the governmental quarters in Oslo, and 69 at the Social Democratic Youth party?s summer camp on the island of Utoya.  EPA-EFE/Heiko Junge NORWAY OUT
Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, við minningarathöfnina í morgun. Mynd: EPA-EFE - NTB SCANPIX
Sex af hverjum tíu Norðmönnum sem hafa þurft að vera í sóttkví eða einangrun brjóta reglurnar . Fólk um fimmtugt er sínu verst þegar kemur að sóttvarnaráðstöfunum en yngra fólki gengur mun betur að fara eftir settum reglum.

Þetta sýnir ný rannsókn háskólans í Bergen og norska landlæknisembættisins. Rannsóknin náði til 1.704 þátttakenda sem höfðu annað hvort verið beðnir um að fara í sóttkví eða vera í einangrun. 

Vefur NRK greinir frá.

Sex af hverjum tíu sögðust hafa brotið reglurnar að minnsta kosti einu sinni en 42 prósent fylgdi fyrirmælunum. Einn af hverjum þremur sem braut reglurnar var með einkenni.  

Rannsóknin leiddi jafnframt í ljós að fólk yfir fimmtugt var líklegast til að brjóta reglurnar. 76 prósent þeirra sem voru á aldrinum 50 til 69 braut reglurnar að minnsta kosti einu sinni og þegar aldurshópurinn 50 til 60 ára var skoðaður sérstaklega kom í ljós að honum var fyrirmunað að fara eftir reglum um sóttkví og einangru.  Aðeins einn af hverjum fjórum gerði það sem hann átti að gera.

Aftur á móti var staðan best hjá ungu fólki. 72 prósent á aldrinum 18 til 29 fór í einu og öllu eftir reglunum. 

Erna Solberg, forsætisráðherra landsins, hefur boðað til blaðamannafundar í dag klukkan tvö til að ræða stöðuna í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Nýgengi smita á hverja hundrað þúsund íbúa í Noregi er nú komið yfir 20. Það er það viðmið sem norsk stjórnvöld nota sjálf þegar lönd eru sett á lista yfir hááhættusvæði.

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi