Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Neita að draga umdeilt lagafrumvarp til baka

10.09.2020 - 17:07
epa05059527 The Royal barge Gloriana sails under Westminster Bridge towards the Houses of Parliament in London, Britain 09 September 2015. A small royal flotilla sails down the Thames to mark the millstone date the as Queen Elizabeth II passed Queen
Breska þinghúsið. Mynd: EPA
Breska stjórnin ætlar ekki að fara að tilmælum Evrópusambandsins um að draga til baka umdeilt lagafrumvarp um breytingar á útgöngusamningi Breta og sambandsins. Að mati sérfræðinga gengur það í berhögg við alþjóðalög. Michael Gove, ráðherra í bresku ríkisstjórninni, greindi Maros Sefcovic, varaforseta framkvæmdastjórnar ESB, frá því í Lundúnum í dag að stjórnin gæti hvorki né vildi draga frumvarpið til baka.

Jean-Yves Le Drien, utanríkisráðherra Frakklands, tilkynnti Dominic Raab, hinum breska starfsbróður sínum, í dag að ekki yrði við það unað ef frumvarpið yrði að lögum. Viðbrögð við því hafa víða verið hörð, meðal annars í Íhaldsflokknum. Ráðuneytisstjóri í lögfræðideild ríkisstjórnarinnar hefur sagt af sér vegna þess. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, lýsti því yfir í gærkvöld að öllum viðskiptasamningum við Breta yrði hafnað ef stjórnvöld í Lundúnum græfu undan friðarsamkomulaginu frá árinu 1998 sem kennt hefur verið við föstudaginn langa.