Hundruð þúsunda sækja um atvinnuleysisbætur

10.09.2020 - 15:14
epa08585178 Registered nurses attend to a rally demanding optimal personal protective equipment and safe staffing at the Miami VA Healthcare System in Miami, Florida, USA, 05 August 2020. Thousands of nurses are holding national day of action to save lives during COVID-19 and beyond. Registered nurses are demanding that the Senate pass the HEROES Act, but also provide needed economic help in the form of cash payments, extended unemployment benefits, and daycare subsidies through the end of 2020 to families on the brink.  EPA-EFE/CRISTOBAL HERRERA-ULASHKEVICH
 Mynd: EPA-EFE - EPA
884 þúsund launamenn skráðu sig atvinnulausa í Bandaríkjunum í síðustu viku. Það er álíka fjöldi og í vikunni þar á undan, að því er kemur fram í frétt frá atvinnumálaráðuneytinu í Washington. Þessu til viðbótar sóttu tæplega 840 þúsund um fjárhagsaðstoð úr sjóði sem settur var á laggirnar til að hjálpa fólki sem ekki á rétt á hefðbundnum atvinnuleysisbótum. Það eru rúmlega 90 þúsundum fleiri en í vikunni á undan.
asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi