Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Eldur í höfninni í Beirút

10.09.2020 - 11:50
Erlent · Asía · Líbanon
epa08658413 Lebanese firefighters try to extinguish a fire at Port of Beirut, Lebanon, 10 September 2020. The cause of the fire was not immediately known.  EPA-EFE/WAEL HAMZEH
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Mikill eldur logar nú í höfninni í Beirút. Þykkan svartan reyk leggur frá vöruhúsi þar sem olía og dekk hafa verið geymd.

Eldurinn hefur vakið óhug meðal íbúa Beirút sem eru enn að jafna sig eftir mikla sprengingu í höfninni fjórða ágúst síðastliðinn sem varð yfir hundrað og níutíu manns að bana. Sú sprenging varð í áburði sem hafði verið geymdur í höfninni árum saman og stjórnvöld vissu af. Það kom af stað mikilli mótmælaöldu sem endaði með því að ríkisstjórnin sagði af sér.

Slökkvistarf er í fullum gangi og taka þyrlur frá hernum meðal annars þátt í því. Ekki er vitað um eldsupptök.
 

hallgrimur's picture
Hallgrímur Indriðason
Fréttastofa RÚV