Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

65 konur kallaðar inn til frekari greiningar

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands heldur áfram að rannsaka sýni sem þörf þykir á að greina nánar eftir að upp komst um mistök við greiningu á leitarstöðinni. Búið er að rannsaka 2.500 sýni. Það hefur leitt í ljós vægar breytingar í frumumyndun sem kallar á að 65 kvennanna verði teknar til frekari skoðunar.

Enn á eftir að rannsaka fleiri sýni og er óljóst hvenær því starfi lýkur. Búið er að áætla að kalla þurfi inn hundrað til 150 konur til skoðunar áður en upp er staðið. Að sögn Krabbameinsfélagsins verður reynt að flýta því starfi eins og mögulegt er.