Kardashian-slektið kveður skjáinn

Mynd með færslu
 Mynd: EPA

Kardashian-slektið kveður skjáinn

09.09.2020 - 11:41

Höfundar

Kardashian-fjölskyldan, sem hefur leyft sjónvarpsáhorfendum að fylgjast með lífi sínu í nærri fjórtán ár, hefur ákveðið að hætta framleiðslu þáttanna frá og með næsta ári. Fjölskyldan hefur grætt á tá og fingri á þáttunum sem hafa gert fjölskyldumeðlimi eins og Kim Kardashian og Kylie Jenner að stórstjörnum.

Það var við hæfi að það skyldi vera Kim Kardashian sem greindi frá þessu á samfélagsmiðlum.  

Síðasta þáttaröðin verður frumsýnd í byrjun næsta árs. Á miklu hefur gengið í lífi Kim Kardashian síðustu mánuði en hún hefur rætt opinskátt um veikindi eiginmannsins Kanye West sem er í framboði til forseta Bandaríkjanna og er einn þekktasti rappari heims.  

Kardashian-fjölskyldan var að mestu leyti óþekkt þegar þættirnir hófu göngu sína. Þó hafði Kim komið fram í raunveruleikaþáttum Parísar Hilton.

Það var helst fjölskyldufaðirinn Robert Kardashian sem Bandaríkjamenn könnuðust við en hann var hluti af lögfræðiteymi O.J Simpson þegar ruðningskappinn var ákærður fyrir morð.  Robert lést árið 2003.

Á vef BBC kemur fram að fyrstu þættirnir hafi einblínt á systurnar Kim, Kourtney og Khloe og samskipti þeirra við hitt kynið. Síðar slógust mamman, Kris Jenner og þáverandi eiginmaður hennar, Caitlyn Jenner, og dætur þeirra, Kendall og Kylie Jenner, í hópinn. 

Talsmaður E!, þar sem þættirnir hafa verið sýndir, sagði í yfirlýsingu til CNN að fjölskyldunnar yrði sárt saknað. „En við virðum ákvörðun þeirra að lifa lífi sínu fjarri myndavélunum.“

Tökur á Kardashian-þáttunum fóru fram hér á landi fyrir fjórum árum.  Forstöðumaður hjá Íslandsstofu sagði þá hafa verið ómetanlega landkynningu. 

Tengdar fréttir

Tónlist

Kim og Kylie ögra í áður óséðu tónlistarmyndbandi Tyga

Menningarefni

Kanye West og glíman við geðhvörfin

Kim komið að frelsun sautján fanga

Menningarefni

Kim og Kanye heimilisleg í viðtali hjá Vogue