Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Framlengja gæsluvarðhald vegna hugsanlegs manndráps

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Freyr Arnarson
Maður á sextugsaldri sem var handtekinn í Sandgerði í apríl síðastliðnum, grunaður um að hafa orðið sambýliskonu sinni að bana, verður í gæsluvarðhaldi í fjórar vikur í viðbót frá deginum í dag. Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði um framlengingu gæsluvarðhaldsins.

Andlát konunnar var tilkynnt þann 28. mars og fyrst benti ekkert á vettvangi til þess að nokkuð saknæmt hefði átt sér stað. Við skoðun réttarmeinafræðings komu hins vegar í ljós áverkar á hálsi konunnar. Maðurinn var handtekinn 1. apríl og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. Rannsókn málsins er enn í gangi. 

hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV