Enn logar eldur í New Diamond

08.09.2020 - 08:20
Erlent · Asía · Indland · Líbería · Sri Lanka
epa08648076 A handout photo made available by the Sri Lankan Air Force Media shows the Military helicopter, coast guard ships and fireboats battling to extinguish the fire from the Panama-flagged crude oil vessel MT New Diamond at off the east coast of Sri Lanka, 05 September 2020. The MT New Diamond, which was carrying 270,000 metric tons of crude oil from Kuwait, was on its way to the Indian port of Paradip when it caught fire.  EPA-EFE/SRI LANKAN AIR FORCE MEDIA HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
Þyrla og skip við slökkvistarf undan Sri Lanka. Mynd: EPA-EFE - SRI LANKAN AIR FORCE MEDIA
Enn hefur ekki tekist að slökkva eldinn í oliuskipinu New Diamond sem er um 34 sjómílur undan Sangamankanda-odda á austurströnd Sri Lanka. Eldur kviknaði eftir sprengingu í vélarrúmi á fimmtudag og fórst þá einn skipverja. 

Eldurinn hefur ekki borist í farm skipsins og er allt kapp lagt á að hindra það. Ef ekki óttast menn alvarlegt umhverfisslys en í skipinu eru 270.000 tonn af hráolíu og 1.700 tonn af dísilolíu í eldsneytisgeymum.

Ekki ber þó á neinum leka og enn binda menn vonir við að hægt verði að draga skipið á öruggari stað og dæla úr því olíunni. Talið var í fyrradag að tekist hefði að slökkva eldinn, en hann blossaði upp að nýju í gær.

Eigendur skipsins hafa sent hóp sérfræðinga á vettvang, en ekki er hægt að fara um borð til að kanna aðstæður. Nítján skip frá Sri Lanka og Indland hafa tekið þátt í slökkvistarfinu og í dag sendu Indverjar tæki og búnað til slökkvistarfa og auk þess duft sem dreifa á yfir skipið.

Yfirvöld Sri Lanka segjast íhuga málsókn á hendur eigendum skipsins fari allt á versta veg, en skipið er skráð í Líberíu.

 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi