Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

28 ára heimsmet stendur enn

epa08654937 Karsten Warholm of Norway in action during the men's 400m Hurdles race at the 2020 Golden Spike Ostrava athletics meeting as part of the World Athletics Continental Tour in Ostrava, Czech Republic, 08 September 2020.  EPA-EFE/MARTIN DIVISEK
 Mynd: EPA

28 ára heimsmet stendur enn

08.09.2020 - 19:37
Norðmaðurinn Karsten Warholm var 84 hundraðshlutum úr sekúndu frá 28 ára gömlu heimsmeti í 400 metra grindahlaupi karla þegar hann sigraði í greininni á frjálsíþróttamóti í tékknesku borginni Ostrava í kvöld.

 

Beðið var eftir hlaupinu með nokkurri eftirvæntingu því líklegt þótti að Warholm myndi slá þetta met sem Bandaríkjamaðurinn Kevin Young setti á Ólympíuleikunum í Barcelona árið 1992, 46,78 sek. Warholm sem er 24 ára er í hörkuformi þessa dagana og var 9 hundraðshlutum úr sekúndu frá metinu á móti í Stokkhólmi í Svíþjóð fyrir hálfum máunði.

Norskir fjölmiðlar kepptust í dag við að slá því upp að Warholm myndi slá metið í kvöld en það gekk ekki eftir. Einn keppendanna þjófstartaði svo ræsa þurfti keppendur öðru sinni en Warholm vildi ekki kenna því um að honum tókst ekki að slá metið.

„Allt sem eyðileggur taktinn er vissulega slæmt en þetta er hluti af íþróttinni," sagði Warholm.

 

Tengdar fréttir

Frjálsar

Slá því upp að Warholm muni setja heimsmet í kvöld