Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Um 300 Róhingjar á flótta náðu landi á Súmötru

07.09.2020 - 05:29
epa07783996 (FILE) - Rohingyas refugees gather near the fence at the 'no man's land' zone between the Bangladesh-Myanmar border in Maungdaw district, Rakhine State, western Myanmar, 24 August 2018 (reissued 21 August 2019). Bangladesh is set to start repatriations for Rohingya Muslim refugees on 22 August, media reported. The Bangladeshi refugee commissioner said only 21 families out of 1,056 selected for repatriation were willing to be interviewed by officials about whether they wanted to return. Rohingya refugees in Bangladesh camps are said to fear they will face violence and oppression once back in Myanmar, media added.  EPA-EFE/NYEIN CHAN NAING
Róhingjar í Bangladess. Mynd: EPA-EFE - EPA
Nærri þrjú hundruð Róhíngjum á flótta var bjargað að landi á indónesísku eyjunni Súmötru snemma í morgun að sögn þarlendra yfirvalda.

Róhingjar eru súnní og súfista-múslímar og ofsóttir í heimalandi sínu Mjanmar. Bát flóttafólksins var bjargað að landi nærri borginni Lhokseumawe á norðurströnd Súmötru.

AFP fréttastofan hefur eftir herforingja á svæðinu að um borð hafi verið 102 karlar, 181 kona og fjórtán börn. Einn úr hópnum hafi verið fluttur í skyndingu á sjúkrahús alvarlega veikur og öll hin þurfi að skima við kórónuveirunni. Í kjölfarið verði þeim fundið húsnæði.

Þetta er talinn vera fjölmennasti hópur flóttafólks til að koma að landi á Indónesíu síðan 2015. Í júní síðastliðnum bar yfir eitt hundrað Róhingja að landi á sömu slóðum en sá hópur hafði mátt þola skelfilega sjóferð um fjögurra mánaða skeið.

Yfir milljón Róhingja hefst við í flóttamannabúðum í Bangladess en reynir allt hvað má að leita skjóls í Malasíu eða á Indónesíu. Iðulega fellur flóttafólkið fyrir fagurgala svikahrappa sem græða vel á loforðum um að finna því griðastað í útlöndum.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV