Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Kvikmyndahús opnuð að nýju smám saman

Mynd með færslu
 Mynd: Pexels
Fyrsta stórmyndin sem kemur frá Hollywood í sex mánuði var frumsýnd fyrir nokkrum dögum.

Kvikmyndin Tenet í leikstjórn Christophers Nolan halaði inn rúmum 20 milljónum Bandaríkjadala á fimm dögum vestra. Í meðalári ylli það framleiðanda myndarinnar hugarangri því framleiðsla hennar kostaði 200 milljónir dala. En 2020 er ekkert meðalár. 

Á heimsvísu hefur gengið betur, um 150 milljónir dala hafa komið í kassann í um sjötíu löndum.

Um þessar mundir berjast kvikmyndahús vestanhafs hafa verið meira og minna lokuð um margra mánaða skeið. Nú berjast mörg þeirra við að hefja starfsemi að nýju. Fjöldi húsa er þó enn lokaður og önnur mega aðeins taka á móti broti þess fjölda sem þau gætu.

Frumsýningu margra stórmynda ársins, á borð við nýjustu James Bond myndina og Mulan frá Disney, hefur verið frestað eða þær settar beint á streymisveitur.