Íbúar Suður-Kóreu búa sig nú undir komu fellibylsins Haishen. Ofviðrið ógurlega gekk í dag yfir suðurhluta Japans að því er virðist án þess að valda meiriháttar skemmdum eða manntjóni.
Þó varð rafmagnslaust víða í Japan um tíma.
Nú nálgast fellibylurinn borgina Busan þá næst stærstu í Suður-Kóreu. Yfir fimmþúsund heimili eru nú án rafmagns á suðurodda Kóreu-skaga af völdum hans.
Mikil rigning fylgir óveðrinu og á ferðamannaeynni Jeju hefur mælst 473 millimetra úrkoma. Öllum flugferðum til og frá eynni hefur verið frestað en um alla Suður-Kóreu falla um 300 ferðir niður vegna veðursins.
Almennings- og skemmtigarðar eru lokaður og lestarferðum hefur verið hætt. Búist er við að fellibylurinn skelli á Norður-Kóreu síðdegis á mánudag.