Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Haishen skellur á Kóreuskaga

07.09.2020 - 01:12
epa08650242 People walk past high waves generated by typhoon Haishen in Yomitan, southern island of Okinawa, Japan, 06 September 2020. Extremely powerful Typhoon Haishen approached Japan's southern island of Okinawa before moving up north, closing to the west coast of Japan's southwestern Kyushu island before heading to the Korean peninsula. Railway and flight services are suspended in western to southwestern Japan due to the typhoon.  EPA-EFE/HITOSHI MAESHIRO
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Íbúar Suður-Kóreu búa sig nú undir komu fellibylsins Haishen. Ofviðrið ógurlega gekk í dag yfir suðurhluta Japans að því er virðist án þess að valda meiriháttar skemmdum eða manntjóni.

Þó varð rafmagnslaust víða í Japan um tíma.

Nú nálgast fellibylurinn borgina Busan þá næst stærstu í Suður-Kóreu. Yfir fimmþúsund heimili eru nú án rafmagns á suðurodda Kóreu-skaga af völdum hans.

Mikil rigning fylgir óveðrinu og á ferðamannaeynni Jeju hefur mælst 473 millimetra úrkoma. Öllum flugferðum til og frá eynni hefur verið frestað en um alla Suður-Kóreu falla um 300 ferðir niður vegna veðursins.

Almennings- og skemmtigarðar eru lokaður og lestarferðum hefur verið hætt. Búist er við að fellibylurinn skelli á Norður-Kóreu síðdegis á mánudag.