Mótmælendur handteknir - baráttufólk flýr land

06.09.2020 - 14:22
Lögregla kíkir í bakpoka fólks í miðborg Minsk. - Mynd: EPA-EFE / EPA
Tugir þúsunda taka þátt í mótmælum í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands í dag, þegar fjórar vikur eru liðnar frá mjög umdeildum forsetakosningum. Fólk hefur mótmælt linnulaust síðan niðurstöður kosninganna voru kynntar og eru mótmælin alltaf fjölmennust á sunnudögum. Lögregla tekur hart á mótmælendum, í gær voru níutíu handteknir og nokkrir tugir hafa þegar verið færðir á bak við lás og slá í dag.

Lögregla sprautar vatni á mannfjöldann, beitir kylfum og hefur girt af hluta miðborgarinnar. Fjórir, hið minnsta, hafa farist í mótmælunum síðustu fjórar vikur og hundruðir hafa særst. 

Nokkur fjöldi stjórnarandstæðinga og baráttufólks hefur flúið land að undanförnu. Nú um helgina bættist baráttukonan Olga Kovalkova, sem á sæti í samhæfingaráði stjórnarandstæðinga, í þann hóp. Hennar beið löng fangelsisvist fyrir skipulagningu mótmæla. Hún var handtekin 24. ágúst og sat inni í tíu daga. Hún flúði til Póllands og hefur sagt við blaðamenn að yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hafi hótað henni því að hún fengi langan dóm ef hún myndi ekki koma sér úr landi. 

Mannfjöldinn í mótmælunum krefst þess að Alexander Lukasjenko, forseti landsins, láti af völdum. Yfirvöld lýstu því yfir að hann hafi fengið um 80 prósent atkvæða í kosningum 9. ágúst. Almenningur leggur ekki trú á niðurstöðuna og hefur fjöldi ríkja lýst yfir það þau treysti ekki talningu stjórnvalda.  

epa08650173 Belarusian Confidant of ex-presidential candidate Svetlana Tikhanovskaya, Olga Kovalkova speaks at a press conference in Warsaw, Poland, 05 September 2020 (issued 06 September 2020). Kovalkova fled to Poland after she was released from arrest in Minsk. According to reports, Kovalkova said she forced by authorities to leave Belarus. Massive protests against presidential elections results and demanding new elections under international observation continue in Belarus.  EPA-EFE/RADEK PIETRUSZKA POLAND OUT
Olga Kovalkova. Mynd: EPA-EFE - PAP
dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi