Átta milljónum manna ráðlagt að yfirgefa heimili sín

06.09.2020 - 20:36
Erlent · Asía · Japan · Óveður
epa08650169 High waves hit the coast in Miyazaki, Miyazaki Prefecture, southwestern Japan, 06 September 2020 while typhoon Haishen is moving northward south west of Japanese southwestern island of Kyushu. Japan's Meteorological Agency has warned and ordered evacuation to more than 400,000 people in southwestern Japan while the powerful typhoon is moving northward west of Japanese southwestern island of Kyushu and South Korea. Railway and flight services are suspended in western to southwestern Japan due to the typhoon.  EPA-EFE/JIJI JAPAN OUT EDITORIAL USE ONLY/  NO ARCHIVES
 Mynd: EPA
Allt að átta milljónir manna hafa verið beðin um að yfirgefa heimili sín í Japan  vegna fellibyls sem þegar hefur náð landi á eyjunni Kyushu, sem er syðsta eyja landsins.

Fellibylurinn, sem ber nafnið Haishen, er einn sá öflugasti í áraraðir og er spáð metúrkomu sem leiði af sér flóð og aurskriður, auk þess sem vindhviður geti farið í allt að sextíu metra á sekúndu. Þá hefur veðurstofa Japans varað við mögulegum flóðum á láglendi og við ármynni. 

Fjöldi fólks hefur heldur til í neyðarskýlum en þar er minna pláss en ella þar sem passa þarf upp á nánarmörk vegna kórónuveirufaraldursins. Því hefur þurft að vísa fólki frá. Margir hafa því pantað sér hótelherbergi til að dvelja á meðan óveðrið gengur yfir og eru sum hótel í borginni Shibushi í Sagoshima því uppbókuð.

Þegar eru yfir 220.000 heimili orðin rafmagnslaus af völdum bylsins. Bylurinn á að ganga yfir Suður-Kóreu á morgun. 

hallgrimur's picture
Hallgrímur Indriðason
Fréttastofa RÚV
dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi