Tikanovskaya, sem flúði til Litáen að kosningum loknum, sagði í viðtali við finnska sjónvarpið að mótmælin færu brátt að skila árangri. „Breytingar verða mun fyrr en vænta má af því að pólitískri kreppu fylgir efnahagskreppa og það eru yfirvöld sem þurfa að sinna efnahagsmálunum, þurfa að greiða fólkinu laun; og ef þau geta það ekki fjölgar æ meira í hópi mótmælenda,“ segir Tikanvoskaya.
Ekkert lát er á mótmælum í Hvíta-Rússlandi gegn endurkjöri forsetans. Í dag voru konur í öndvegi, hrópuðu slagorð og veifuðu fánum. Talið er að þúsundir kvenna hafi komið saman í miðborg Minsk í dag og mótmælt. Þá söfnuðust háskólanemar saman og mótmæltu því að háskólanemum hafi verið vísað úr námi fyrir mótmæli. Enginn var handtekinn eins og gerðist ítrekað í fyrstu mótmælum heldur hefur mótmælendum verið hótað málsókn ef áframhald verður á þeim. Mótmælin hafa haldið áfram fram á kvöld.
People are singing Belarusian song-prayer "Oh Almighty God"
"Spread the rays of your praise over quite and friendly #Belarus", - the words go
via @Belsat_TV pic.twitter.com/DYFBmiHBIC— Denis Kazakiewicz (@Den_2042) September 5, 2020
The woman is stronger.#Minsk #Belarus
Photo @tutby pic.twitter.com/xBvtsB3K5r— Denis Kazakiewicz (@Den_2042) September 5, 2020