Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Þrátefli í kortunum í aðdraganda áttundu lotu viðræðna

epa08178728 An anti-Brexit demonstrator holds British-European flags in front of the European Parliament to express their dissatisfaction at Luxembourg place in Brussels, Belgium, 30 January 2020. Britain's withdrawal from the EU is set for midnight CET on 31 January 2020, as the Withdrawal Agreement was approved by the European Parliament on 29 January evening.  EPA-EFE/STEPHANIE LECOCQ
 Mynd: EPA
Bretland þiggur ekki að verða einhvers konar fylgiríki Evrópusambandsins eftir að samkomulag næst um endanlegt brotthvarf úr sambandinu. Þetta segir David Frost aðalsamningamaður Breta.

Áttunda, og síðasta, lota Brexit-viðræðnanna hefst í næstu viku. Frost kveður í samtali við blaðið Mail on Sunday að Bretar hyggi ekki á neinar málamiðlanir hvað snertir sjálfsstjórn í lagasetningu.

Evrópusambandið eigi hvorki að hafa fjárhagsstjórn eða skipulagsvald í Bretlandi segir hann. „Um það snúist sjálfstæði ríkja, um það kusu Bretar og þannig verður málum háttað um áramót,“ hefur blaðið eftir Frost.

Helstu ágreiningsefnin í samningaviðræðum Breta og Evrópusambandsins snúa að ákvæðum um jafna samkeppnisstöðu, ríkisaðstoð og aðgang að fiskimiðum.

Þráteflið í samningaviðræðunum vekur ugg um að samkomulag náist ekki fyrir áramót. Við það færðust viðskipti og tollamál undir regluverk Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Frost segir bresku ríkisstjórnina ekki óttast þá sviðsmynd.

Ágætt væri að fá viðskiptasamning á borð við þann sem Kanadamenn gerðu við Evrópusambandið, segir Frost og Bretar gætu sætt sig við samning líkan þeim sem Ástralir búa við.