Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Norður-Kóreustjórn hótar embættismönnum refsingum

05.09.2020 - 06:13
epa08093382 A photo released by the official North Korean Central News Agency (KCNA) on 29 December 2019 shows North Korean leader Kim Jong-un presiding over the Third Enlarged Meeting of the Seventh Central Military Commission of the Workers' Party of Korea, in Pyongyang, North Korea.  EPA-EFE/KCNA   EDITORIAL USE ONLY
 Mynd: epa
Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa hótað þeim staðbundnu embættismönnum hörðum refsingum, sem brugðust þeirri skyldu sinni að vernda almenning fyrir afleiðingum fellibylsins Maysak.

Fullyrt er að tugir hafi látist í úrhellisrigningu og flóðum sem fylgdu fellibylnum. Það megi kenna óhlýðnum embættismönnum sem fóru ekki eftir skipunum Verkamannaflokksins og leiðtoga hans Kim Jong Un.

Norður kóreskur flóttamaður fullyrðir við AFP fréttastofuna að refsigleði af þessu tagi sé aðferð leiðtoga landsins við að firra sig ásökunum. Kim Jong Un geri aldrei neitt rangt. Margvíslegan skaða megi kenna þeim sem ekki hlýða skipunum hans.