
Morðmál fellt niður eftir sex dóma og 23 ár í fangelsi
Sami saksóknari, Doug Evans, sótti málið gegn Flowers í öll skiptin sex. Hann vék frá málinu í janúar vegna ásakana um að hafa vísvitandi komið í veg fyrir að þeldökkt fólk sæti í kviðdómi.
Flowers var látinn laus gegn tryggingu í desember síðastliðnum þótt möguleiki væri á annarri málshöfðun gegn honum. Ríkissaksóknari í Mississippi ákvað loks í gær að fella málið niður að beiðni Lynn Fitch, arftaka Evans.
Samkvæmt bandarískum lögum er óheimilt að sækja fólk aftur til saka hafi það verið sýknað en það kom ekki í veg fyrir að Flowers þyrfti sex sinnum að standa fyrir máli sínu.
Í fjögur skipti var Flowers dæmdur til dauða, síðast árið 2010. Í fyrstu þrjú skiptin ógilti Hæstiréttur Mississippi dóminn yfir Flowers vegna galla á málsmeðferð. Eftir það komst kviðdómur tvisvar ekki að sameiginlegri niðurstöðu og var því sendur á braut.
„Ég er loksins frjáls eftir að hafa þurft að þola það óréttlæti að sitja saklaus inni í 23 ár,“ segir Flowers í yfirlýsingu og bætti við að nú væri runninn upp dagurinn sem hann hefði óskað í bænum sínum.