Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Melania Trump kemur forsetanum til varnar

First lady Melania Trump speaks during a discussion with students regarding the issues they are facing in the Blue Room of the White House in Washington, Monday, April 9, 2018. (AP Photo/Manuel Balce Ceneta)
 Mynd: AP
Melania Trump tók til varna fyrir bónda sinn vegna ásakana um að hann hafi lítilsvirt bandaríska hermenn sem fallið eða teknir hafi verið höndum í stríðsátökum.

Melania segir á Twittersíðu sinni að hætta væri á ferðum þegar nafnlausum heimildarmönnum væri treyst án þess að vita hvaða hvatir lægju að baki orðum þeirra. Hún kveður slík vinnubrögð vera aktívisma en ekki blaðamennsku. Það sé vont fyrir Bandaríkjamenn.

Í tímaritinu The Atlantic var fullyrt að Trump hefði aflýst heimsókn í bandarískan grafreit í nágrenni Parísar árið 2018 því þar lægju minnipokamenn. Það er hermenn sem þurft hafi að láta í minni pokann fyrir óvininum.

Trump á einnig að hafa lýst föllnum landgönguliðum sem vesalingum eða aumingjum. Ummælin sagði tímaritið höfð eftir fjórum heimildarmönnum sem hafi verið viðstaddir þegar Trump lét ummælin falla.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV