Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Leitað áfram á Kínahafi meðan annar fellibylur nálgast

05.09.2020 - 03:25
Erlent · fellibylur · Japan · Óveður · Sjóslys
epa08643117 A handout photo made available by the Japan Coast Guard (JCG) 10th Coast Guard Headquarters shows Japan Coast Guard officers rescuing a Filipino crew member of the Gulf Livestock 1 cargo vessel, after it sank during Typhoon Maysak in the East China Sea, about 185km west of Amami-Oshima Island, Japan, 02 September 2020 (issued 03 September 2020). One survivor was rescued by JCG with over 40 crew members still missing.  EPA-EFE/JAPAN COAST GUARD 10TH REGIONAL COAST GUARD HEADQUARTERS HANDOUT JAPAN OUT HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - JAPAN COAST GUARD 10TH REGIONAL
Leit heldur áfram að sjómönnum sem saknað er af gripaflutningaskipinu Gulf Livestock 1 sem fórst í Kínahafi þegar fellibylurinn Maysak gekk yfir. Enn öflugri fellibylur nálgast nú japönsku eyna Kyushu.

Skipið var á leið frá Nýja-Sjálandi til Kína þegar það fórst á miðvikudag með 43 manna áhöfn. Tveir hafa fundist á lífi og einn látinn.

Vegna mikillar ölduhæðar er leit á sjó nánast útilokuð en japanska strandgæslan sendi leitarflugvél af stað fyrr í nótt. Ætlunin var að senda skip af stað til leitar en fellibylurinn Haishen nálgast nú Japansstrendur óðfluga.

Því þykir óráðlegt að senda skip á sjó en Haishen er talsvert öflugri en Maysak var. Búist er við að vindhraði hans verði nálægt 80 metrum á sekúndu. Yfirvöld í Japan hafa hvatt almenning til að búa sig undir fellibylinn.

Íbúum á Minamidaitojima-eyju austur af Okinawa var gert að yfirgefa heimili sín í öryggisskyni. Stórfyrirtæki á borð við Canon og Toyota ákváðu í kjölfar viðvörunar yfirvalda að hafa verksmiðjur sínar á Kyushu, þriðju stærstu eyju Japans, lokaðar á mánudag.