Hálfnaðir með jarðgöng milli Sandeyjar og Straumeyjar

05.09.2020 - 01:18
Jarðgöng milli Sandeyjar og Straumeyjar að verða tilbúin. Þau verða ríflega tíu kílómetrar að lengd.
 Mynd: Ólavur Frederiksen/FaroePhote
Vinna er um það bil hálfnuð við jarðgöng sem tengja munu saman færeysku eyjarnar Sandey og Straumey.

Göngin verða um tíu kílómetrar að lengd. Í síðustu viku var borað í gegnum samtals 85 metra af jarðvegi, 33 metra Sandeyjarmegin og 52 frá Straumey.

Bormenn hafa nú samtals lagt 5147 metra að baki en verkið hefur tafist nokkuð undanfarið vegna vatnsleka. Búist er við að jarðgöngin verði tekin í gagnið árið 2023.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi