Segir Tyrki verða að láta af hótunum

04.09.2020 - 08:58
epa08626582 Greek Prime Minister Kyriakos Mitsotakis delivers a speech during a debate in the Parliament in Athens, Greece, 26 August 2020. The agreements with Italy and Egypt on the exclusive economic zone (EEZ) have been submitted for ratification in the plenary session of the Parliament. The draft laws of the Foreign Ministry submitted for ratification on the agreement with Italy for the delimitation of their respective maritime zones and with Egypt for the delimitation of the Exclusive Economic Zone between the two states. In his speech Mitsotakis announced that 'Greece extends its territorial waters to the west from 6 to 12 miles'.  EPA-EFE/KOSTAS TSIRONIS
Kyriakos Mitsotakis, forsætisráðherra Grikklands. Mynd: EPA-EFE - ANA-MPA
Tyrkir verða að láta af hótunum í garð Grikkja vilji þeir hefja viðræður til að draga úr spennunni á austanverðu Miðjarðarhafi. Þetta sagði Kyriakos Mitsotakis, forsætisráðherra Grikklands, í morgun.

Spenna hefur farið vaxandi í samskiptum ríkjanna að undanförnu, ekki síst vegna deilna um rétt og yfirráð yfir umdeildu hafsvæði þar sem talið er að gas sé að finna. Grikkir segja það í sinni lögsögu, en Tyrkir vísa því á bug.

Tyrkneskt rannsóknarskip hefur verið á þessum slóðum undir herskipavernd og segja Grikkir það brjóta gegn fullveldi þeirra og stríða gegn alþjóðalögum og -samningum.

Þjóðverjar hafa reynt að miðla málum og í gær ræddi Angela Merkel, kanslari Þýskalands, við Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, í síma. Áður hafði hún rætt um málið við Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi