Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Sameiginlegt ávarp Norðurlanda um Hvíta-Rússland

04.09.2020 - 13:51
Iceland's Foreign Affairs Minister Gudlaugur Thor Thordarson addresses the 73rd session of the United Nations General Assembly Friday, Sept. 28, 2018, at the United Nations headquarters. (AP Photo/Frank Franklin II)
 Mynd: AP
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, flytur í dag sameiginlegt ávarp Norðurlanda á óformlegum fjarfundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um málefni Hvíta-Rússlands. Fundurinn er haldinn að frumkvæði Eista sem eiga sæti í ráðinu. Hann hefst klukkan 14:00.

Norðurlandaráð hefur formlega lýst yfir stuðningi sínum við stjórnarandstöðuna í Hvíta-Rússlandi og hittu fulltrúar ráðsins Svetlönu Tikhanovskaju, á fjarfundi í fyrradag. 

Hægt er að horfa á beint streymi eistneska utanríkisráðuneytisins frá fundinum hér: 

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir